Kirkjugarðaráð sem hefur yfirumsjón með kirkjugörðum landsins fer með úthlutun úr kirkjugarðasjóði að fenginni umsögn framkvæmdastjóra ráðsins. Umsóknarfrestur í kirkjugarðasjóð er 31.desember ár hvert og fer úthlutun yfirleitt fram í byrjun febrúar. Hlutverk kirkjugarðasjóðs er m.a.
1. Að jafna aðstöður kirkjugarða og veita aðstoð, þar sem tekjur kirkjugarða hrökkva ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum. 2. Að veita styrki til kirkjugarða og svo til þess til þess að setja minnismerki þar sem verið hafa kirkjugarðar, kirkjur eða bænhús.
3. Heimild til að kosta viðhald og umhirðu í sóknum sem hafa farið í eyði.
4. Að greiða laun framkvæmdastjóra kirkjugarðaráðs og annan starfskostnað svo og kostnað við störf Kirkjugarðaráðs
Sækja um
