Í lögum um kirkjugarða er gerð góð grein fyrir lögbundnum verkefnum kirkjugarða. Samkvæmt þeim er Þjóðkirkjunni falið að stýra þessum málaflokk. Útfararstofnanir og bálstofur heyra undir Dómsmálaráðuneytið. Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti kirkjugarða en biskup, kirkjugarðaráð, prófastar, prestar, kirkjugarðsstjórnir og starfsmenn kirkjugarða sjá um stjórnun og framkvæmd verkefna. Kirkjugarðaráð hefur átt gott samstarf við Kirkjugarðasamband Íslands sem er grasrótarsamband allra kirkjugarða á Íslandi. Hefur ráðið gert þjónustusamninga við sambandið sem sér m.a. um útdeilingu framlags ríkisins til kirkjugarða, útgáfu fagblaðsins Bautasteins, norræn samskipti og rekstur á heimasíðu
gardur.is þar má finna má ýmsar upplýsingar tengdar kirkjugörðum eins og fjármálum kirkjugarða, legstaðaskrár og uppdrætti þar sem finna má upplýsingar um hvar í kirkjugarði látnir ástvinir hvíla o.fl.